Thursday, February 19, 2009

Þjóðnýtum!

Katrín Jakobsdóttir vill að listaverk í eigu bankanna verði gerð að ríkiseign. Það er sjálfsagt að gera það, en það sem meira er, og ennþá sjálfsagðara, er að bankarnir verði áfram í ríkiseign. Í leiðinni á að þjóðnýta aðrar eignir auðmannanna sem stóðu að bankahruninu. Það er það minnsta sem hægt er að fara fram á, að eignir þeirra gangi upp í skuldirnar, fyrstra manna. Annað er einfaldlega ekki sanngjarnt. Það mætti hugsa sér að ríkið yfirtæki allar eignir þeirra á Íslandi (og erlendis, ef það er hægt), borgaði þeim sæmilega fyrir þær í formi skuldauppgjafar að hluta, og tæki síðan við rekstri t.d. Bónus, dagblaðanna o.s.frv. Tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn ætti vitanlega að vera með í þessu. Í leiðinni ætti að bjóða öðrum fyrirtækjum svipuð kjör, að ríkið yfirtaki þau sem eru gjaldþrota og reki þau áfram eða eftirláti starfsfólkinu að reka þau áfram. Niðurstaðan ætti að verða sú að lykilatvinnugreinar í landinu, þar á meðal allt fjármálalíf, yrðu reknar á félagslegum forsendum.

No comments:

Post a Comment