Tuesday, November 18, 2014

Sessunautar í stafrófsröð

Ef svo ólíklega fer að Íslamska ríkið náið þeim ítökum að önnur lönd fari að viðurkenna það og það komist þá á lista yfir viðurkennd ríki, þá verður Ísland næst á eftir því í stafrófinu, og næst á undan Ísrael. Þá mun ég leggja til að skipt verði um nafn á Íslandi, við gætum kallað okkur Snæland. Yrðum þá mitt á milli Slóveníu og Salómonseyja, sem eru viðkunnalegri sessunautar.

No comments:

Post a Comment