Tuesday, November 18, 2014

Laun lækna: Hverju reiddust goðin þá?

Góð kona* sem ég þekki gerðist fráhverf sósíalismanum þegar hún frétti að læknar í Sovétríkjunum hefðu lækkað í launum eftir því sem hlutfall kvenna í stéttinni hækkaði. Voru hálaunastétt 1920 en ekki lengur 1950.

Íslenskir læknar hafa lækkað jafnt og þétt í launum á síðustu árum eða áratugum. Hlutfall kvenna hefur á sama tíma hækkað í stéttinni. Samkvæmt því ætti sá sem er óhrifinn af þróuninni að gerast fráhverfur kapítalismanum. Ekki satt?

* Nafngreini ekki fyrir siða sakir. Hún gefur sig fram ef hún vill.

No comments:

Post a Comment