Tuesday, September 18, 2012

Ég vil líka fá 20% launahækkun

Maður skyldi ætla að velferðarráðherra með sómakennd mundi ekki hækka laun forstjóra Landspítalans um 20%, og ætlast á sama tíma til þess að spítalinn haldi að öðru leyti áfram að herða sultarólina. Nú ku vera svo mikil þörf fyrir hjúkrunarfræðinga í Noregi, að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið vinnu þar, og á hærri launum en hér. Samkvæmt því ætti Guðbjartur að hækka launin þeirra líka um 20%.
Það fer betur á því að Björn skeri upp heldur en að hann skeri niður.

No comments:

Post a Comment