Monday, April 6, 2009

Köllum það sínu rétta nafni

Jónas Kristjánsson skrifar:
Hugmyndafræði [Alþjóðagjaldeyris]sjóðsins er gömul og úrelt, af sumum fræðimönnum beinlínis talin vera glæpsamleg.
Þetta er út af fyrir sig rétt hjá honum. En til að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, þá kallast þessi stefna heimsvaldastefna á mannamáli: Alþjóðavæðing fjármálaauðvaldsins og hæsta stig auðvaldsskipulagsins. Það verður ekki bakkað frá henni, aftur á bak í hagþróun. Eina leiðin út úr þessari bóndabeygju er áfram -- kollvarpa auðvaldsskipulaginu, og taka í staðinn upp nýtt þjóðskipulag á öðrum og manneskjulegri forsendum: Lýðræði, mannréttindi, réttlæti og skynsemi eiga að vera útgangspunktarnir. Með öðrum orðum, sósíalismi.

No comments:

Post a Comment