Wednesday, January 16, 2008

Ruslpósturinn flæðir um fleiri póstkassa en á netinu og bréfberum er uppálagt að hunsa frómar óskir fólks um grið. Eva stingur upp á lausn. Ég hef fyrir löngu tamið mér aðra lausn, sem mér finnst betri, svona fyrir mitt leyti: Endursenda bara draslið. Troða því í umslag, stíla á viðkomandi fyrirtæki -- helst forstjórann í eigin nafni heima hjá sér -- og skrifa "burðargjald greiðist af viðtakanda" utan á. Þetta hef ég gert annað slagið í nokkur ár, og stungið þessu svo bara í næsta póstkassa. Ef þúsund manns tækju sig saman um að gera þetta, þá þætti mér gaman að sjá svipinn á spömmurunum.

Heyrið þið annars, hér er uppástunga: Hvernig væri að bloggarar mundi taka sig saman um að taka eitthvert tiltekið stykki af ruslpósti og senda það, hver fyrir sig, til baka til sendanda einhvern tímann á næstunni? Hvernig væri að velja t.d. stærsta stykkið sem er borið út á föstudaginn, og endursenda það í þúsundatali?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Brói prjónar við þarsíðustu færslu mína.

No comments:

Post a Comment