Tuesday, January 22, 2008

Blablabla...

Því verður naumast neitað að nýja borgarstjórnin er eins veik og hugsast getur. Hún fellur um leið og Ólafur fær flensu. Ég hló dátt þegar einhver sagðist fullvissa fréttamenn um að hér væri sterkur málefnagrundvöllur á ferðinni og blablabla!
[Innskot: Ég fékk ábendingu um að ég hefði mislesið orðin, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði talað um "sterkan málamiðlunargrundvöll" -- sem er reyndar mjög asnalegt og fyndið líka..]]
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Musharraf biður Vesturlönd um þolinmæði og mótmælir þráhyggju þeirra fyrir lýðræði og mannréttindum. Flottur kall, Musharraf, ekki satt? Hreinskiptinn, ha? Það er því miður hárrétt hjá honum að Vesturveldin ættu bara að halda kjafti og hætta að skipta sér af því sem kemur þeim ekki við. Hvað eru Vesturveldin að heimta lýðræði í Pakistan þegar þau styðja miðaldakonungdæmi í Saúdi-Arabíu? Hvað eru þau að heimt amannréttindi þegar þau styðja gróf og kerfisbundin mannréttindabrot allt frá Írak og Palestínu alla leið inn í sín eigin fátækrahverfi? Haldið bara kjafti þangað til þið hafið bætt úr eigin göllum! Það er bara einn aðili sem hefur rétt til að krefjast lýðræðis í Pakistan, og það vill svo til að það er sami aðili sem er sá eini sem getur komið því á. Það er pakistanskur almenningur. Það er hans að skipuleggja sig, setja fram kröfur og fylgja þeim eftir með þeim meðölum sem þarf. Annað er bara blaður. Sorrí.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Spurt er: Er kreppan að koma?
Svarað er: Já, hvort hún er. Hlaupið í skjól eða tosið í neyðarhemlana, oft var þörf en nú er nauðsyn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Chiapas í Mexíkó kannast menn ekki við að Zapatistas séu veikari en þeir voru áður en hægriöflin byrjuðu að pilla í þá aftur. Þvert á móti; vegna mikils undirbúnings- og skipulagsstarfs eru þeir sterkari en nokkru sinni, ef eitthvað er, og eiga núna samstarf og samhljóm við grasrótarhreyfingar úti um allt ríkið.

No comments:

Post a Comment