Wednesday, January 16, 2008

Febrúar 2006

Hvað varst þú að gera í febrúar 2006? Ég get ekki sagt að ég muni í fljótu bragði hvað ég var að gera, fyrir utan að vinna á næturvöktum. Jú, ég sinnti Egginni meðan hún var ennþá hýst á Blogdrive. Eitthvað var ég að spá í ástandið í Nepal líka. Snarrót líka. Þá voru kosningar í stúdentaráð og mig minnir að ég hafi verið í kjörstjórn. Já, ýmislegt var maður víst að gera. Einu gaf ég þó ekki gaum meðan á því stóð:

Í febrúar 2006 unnu menn nefnilega 84.678.000 tunnur af olíu á dag að jafnaði. Þá hafði aldrei verið framleitt meira -- og síðan hefur ekki náðst að framleiða jafnmikið. Olíutindurinn ógurlegi var, að öllum líkindum, febrúarmánuður 2006. It's all going downhill from now on. Fyrst tiltölulega rólega, eins og undanfarin tvö ár, og síðan fer að halla meira og meira undan fæti.

Finna fleiri en ég eins og lykt af sviðnandi gúmmíi?

No comments:

Post a Comment