Wednesday, October 11, 2006

Formáli að skrifum um Norður-Kóreu

Á næstu dögum ætla ég mér að skrifa nánar um Norður-Kóreu.
Ég heyri sjaldan annað um Norður-Kóreu í vestrænum fjölmiðlum en illa dulbúin simpansaöskur um hvað Kim Jong-il sé klikkaður. Velkist einhver í vafa um að það er massíft áróðursstríð í gangi gegn Norður-Kóreu? Allavega, það er slagsíða og það hallar alvarlega á Kim og félaga. Áætlunarbúskapur og samhyggjulegt þjóðskipulag eru nefnilega eitur í beinum hins alþjóðlega auðvalds.
Allavega, ég hef það á tilfinningunni að einhverjir hafi aðrar hugmyndir um mínar hugmyndir um Norður-Kóreu en ég hef sjálfur. Það er að segja, ég held að einhverjir sem lesa bloggið mitt kunni að misskilja mig. Ég hef frekar dregið taum Norður-Kóreu hingað til, í aðra röndina vegna þess að ég er með ofnæmi fyrir pólitískri slagsíðu gegn löndum sem dirfast að standa gegn bandarískri (og annarri) heimsvaldastefnu, og í aðra röndina af einlægri samúð með kóresku þjóðinni.
Það er auðvelt fyrir okkur, pattaraleg dekurrassgöt á Íslandi, að gleyma Kóreustríðinu (öðru nafni Frelsisstríði föðurlandsins). Ég get hins vegar lofað ykkur því að við hefðum engu gleymt ef 2,5 milljónir Íslendinga hefðu farist í stríði fyrir 50 árum.
Meira um þetta fljótlega, hef ekki tíma til að skrifa meira að sinni...
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Fyrir þá sem þyrstir í lesefni, þá er hins vegar grein eftir mig á Vantrú í dag: Er í lagi að vera á móti hvalveiðum? En kristni?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Aukinheldur er ný grein eftir Jón Karl Stefánsson á Egginni, Örbirgð þjóðanna heitir hún. Hún er ansi hreint góð, drullist til að lesa hana.

No comments:

Post a Comment