Wednesday, October 4, 2006

Kjarnorkutilraunir í N-Kóreu gætu haft slæm áhrif á valdajafnvægi í NA-Asíu að sögn utanríkisráðherra Suður-Kóreu og Norður-Kóreumönnum verði gerð grein fyrir afleiðingum kjarnorkutilraunar, krefst forseti Suður-Kóreu. Er þetta grín eða hvað? Vefst það fyrir einhverjum hvað kjarnorkutilraun DPRK mundi breyta miklu? Breytingin yrði sú að enginn mundi framar dirfast að fokka í Norður-Kóreumönnum. Það fokkar nefnilega enginn í þeim sem á kjarnorkusprengjur. Hvað eiga Norður-Kóreumenn að gera, bugta sig og beygja fyrir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og bjóða vestrænum auðjöfrum að koma í heimsókn og slægja landið?

No comments:

Post a Comment