Tuesday, October 3, 2006

Norður-Kórea og kjarnorkuflaugar frelsisins

Norður-Kóreumenn tala um að gera kjarnorkutilraunir og heimsvaldaríkjunum verður um og ó [1]. Ríki sem eiga sjálf kjarnorkusprengjur hafa nákvæmlega enga siðferðislega stöðu til að banna öðrum ríkjum að eiga kjarnorkusprengjur. Síst af öllum litlum og fátækjum ríkjum sem reyna í heiðarlegri örvæntingu að verjast ásælni heimsvaldaríkjanna! Hvað á Norður-Kórea að gera? Opna bara hliðin og gerast enn ein þrælakista Asíu fyrir vestrænt heimsvaldaauðmagn? Ef Frakkar vilja ekki að Norður-Kórea komi sér upp kjarnorkuvopnum, þá geta þeir gjört svo vel að ábyrgjast öryggi Norður-Kóreu. Ef þeir gera það ekki, og enginn annar gerir það, þá hefur heldur enginn rétt til að segja Norður-Kóreumönnum að gera það ekki sjálfir!

No comments:

Post a Comment