Tuesday, November 7, 2006

Skæruliðafréttir

Zapatistas í Chiapas búa sig undir að veita andspyrnumönnum í Oaxaca virkan stuðning með því að loka þjóðvegum og leggja drög að allsherjarverkfalli í Mexíkó 20. nóvember nk. "Enginn heiðvirður maður getur setið þegjandi hjá, án þess að aðhafast, á meðan fólkið, einkum innfætt, er myrt, barið og fangelsað" segir í yfirlýsingu frá EZLN og Subcommandante Marcos.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Naxalbari-skæruliðar í Andra Pradesh-héraði á Indlandi gera tilraunaskot með eldflaugar til þess að beita í baráttunni gegn yfirvöldum. Það er greinilegt að þeir eru alvarlegur þyrnir í síðu yfirvalda, því yfirvöld heita því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að brjóta þá á bak aftur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepalskir embættismenn segjast hafa náð samkomulagi við maóista um hvernig vopnum Hers fólksins verður ráðstafað meðan bráðabirgðastjórnin situr. Önnur stórfrétt frá Nepal: Prachanda formaður maóista hyggst ávarpa fjöldafund á föstudaginn kemur, 10. nóvember. Það verður í fyrsta skipti í 25 ár sem hann kemur fram og ávarpar fund. Já, nú langar mig sko til Nepal!

No comments:

Post a Comment