Tuesday, March 21, 2006

Meira um Lúkasénkó

BNA viðurkenna ekki kosningarnar í Hvíta-Rússlandi og þeim er mótmælt ákaflega í Minsk (kosningunum, þ.e.a.s.). Ætli Lúkasénkó hafi viðurkennt kosningarnar í Bandaríkjunum? Mig grunar, eins og fleiri, að í uppsiglingu sé svipaður farsi og í Úkraínu, Georgíu og víðar. Tvennt ólíkt: Valdaræningjarnir í Freedom House hafa ekki fengið að athafna sig í Hvíta-Rússlandi og Lúkasénkó er vinsæll í alvörunni, enda gengur efnahagskerfi landsins furðulega vel, skilst mér. Ætli öryggislögreglan láti vaða með ofbeldi gegn mótmælendunum? Það er bara eitt sem ég skil ekki: Fyrst Lúkasénkó er svona vinsæll, af hverju ætti hann þá að svindla í kosningum? Hann fékk nálægt 90% atkvæða -- en hefðu 60% eða 70% eki dugað honum?

No comments:

Post a Comment