Tuesday, March 1, 2016

Túristablaðran: Hvar endar þetta eiginlega?

Isavia var að uppfæra spá um fjölgun ferðamanna, úr 22% aukningu í 37% aukningu - miðað við í fyrra. Til stendur að nota 20 milljarða í viðbyggingar við Leifsstöð á árinu. Hvar endar þetta eiginlega? Hvað getur þetta land tekið við mörgum?

Og: Ef það gefur á bátinn í efnahagskerfi landanna sem ferðamennirnir koma frá, er þá flúðasiglingaferðin til Íslands ekki eitt af því fyrsta sem fólk hættir við að fá sér?

Spádómur: Í næstu kreppu (sem er kannski ekki langt undan) mun ferðamönnum til Íslands fækka um helming miðað við árið á undan. Hvað verður þá um öll nýju, fínu hótelin sem nú eru í byggingu?

Fordæmið er ekki langt undan: Spánn er ekki ennþá búinn að rétta úr kútnum eftir að þýskir ellilífeyrisþegar hættu að kaupa sér annað heimili í sólinni fyrir 7-8 árum síðan. Það er ekki nóg að byggja bara meira og meira upp af gistirýmum og öðrum innviðum. Það þarf líka að segja stopp á einhverjum tímapunkti. Stjórnvöld þurfa að gera það. Annað væri óábyrgt.

No comments:

Post a Comment