Saturday, January 16, 2016

Síðasta nýlenda Afríku

Vestur-Sahara er stundum kallað síðasta nýlendan í Afríku. Ekki höfðu spænsku nýlenduherrarnir fyrr yfirgefið svæðið, en marokkóski herinn kom og lagði það undir sig og innlimaði í Marokkó. Þeir hafa síðan farið með rányrkju um auðlindirnar - einkum auðugar fosfatnámur (fosföt eru einkum notuð í kemískan áburð fyrir landbúnað) og fiskimið, þar sem m.a. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fagnandi tekið þátt í að ryksuga upp þjófstolinn hestamakríl.

Til að styrkja hernám sitt í sessi hafa marokkóskir landnemar svo verið fengnir til að setjast að í Vestur-Sahara.

Þess má geta að Vestur-Saharamenn (Sahrawi-þjóðin) eru innan við milljón talsins og Marokkómenn 33 milljónir.

No comments:

Post a Comment