Tuesday, January 26, 2016

Hvaðan kemur allt þetta flóttafólk?

Flest flóttafólkið sem streymir nú til Evrópu er að flýja frá löndum sem eru í rúst eftir hernað heimsveldanna, ekki síst NATÓ (með þátttöku Íslands, ef einhver var búinn að gleyma því). Flóttamannastraumi fylgja vitanlega margvísleg vandamál -- en þeim vandamálum er tæpast hægt að líkja við vandamálin sem fólkið er að flýja. Flóttamenn koma, eðli málsins samkvæmt, ekki af því að þá langi bara til að koma, heldur eru þeir á flótta.

Ef fólk vill ekki flóttamannastraum -- og auðvitað vill hann enginn -- þá væri góð byrjun að hætta að taka þátt í að drepa fólk í öðrum löndum og rústa heimkynnum þess. Þið sem studduð Íraksstríðið og Afganistanstríðið eða loftárásirnar á Líbíu og Júgóslavíu -- munið það næst þegar á að fara í stríð og landsfeðurnir og spunarokkarnir fara að tala um hvað þessi eða hinn forsetinn sé mikill skúrkur.

Óvinurinn heitir: Heimsvaldastefnan. Hún er aflið sem sundrar friði og rekur fólk á flótta. Hún er skúrkurinn sem þarf að knésetja.

No comments:

Post a Comment