Tuesday, December 8, 2015

Hið þríeina stríð gegn borgaralegum mannréttindum og frelsi

Landsfundur Alþýðufylkingarinnar, sem haldinn var á dögunum, ályktaði um hið þríeina stríð gegn borgaralegum mannréttindum og frelsi. Í ályktuninni segir meðal annars:
Stríðið gegn fíkniefnum drepur milljónir sjúklinga á hverju ári, stimplar neytendur sem glæpamenn og leyfir glæpaklíkum að einoka markaðinn, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara. Það er í nafni þessa stríðs sem íslensk ungmenni eru gerð ærulaus, finnist þau með korn af kannabis í fórum sínum.
Enn fremur segir:
Stríðið gegn hryðjuverkum drepur hundruð þúsunda saklausra borgara árlega, heldur þjóðum í herkví og takmarkar gróflega frelsi flugfarþega, sem eru meðhöndlaðir sem glæpamenn við vopnaleit. Það var í nafni þessa stríðs sem ráðamenn Íslands gerðust stríðsglæpamenn í Írak.
Þá segir: 
Stríðið gegn internetinu veldur því að fólk eins og Chelsea Manning situr í fangelsi, Edward Snowden er landflótta og Julian Assange má sig hvergi hræra af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna - fyrir það eitt að leka upplýsingum. Í nafni öryggis, bannhyggju og forvarna er aðgangi almennings að upplýsingum eða að koma frá sér upplýsingum lokað eða reynt að loka víðsvegar í heiminum. Það er í nafni þessa stríðs þegar íslenskir ráðamenn ætla að loka fyrir aðgang almennings að hluta internetsins.
Lesið ályktunina í heild sinni á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar:

Hið þríeina stríð gegn borgaralegum mannréttindum og frelsi
echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon echelon

No comments:

Post a Comment