Thursday, May 27, 2010

Bezti vs. íhaldið

Ég heyri í fólki sem hefur áhyggjur af því að vita ekkert hvar það hefur Besta flokkinn (eða "Bezta", eins og Ólafur Þ. Stephensen skrifar). Það er svosem betra að þekkja einhvern og treysta honum heldur en að þekkja einhvern ekki. En hvað ef maður þekkir einhvern nógu vel til að treysta honum ekki? Ég meina, við vitum t.d. hvar við höfum íhaldið. Ég hugsa að það sé ekkert verra að freista gæfunnar með framboði sem maður veit ekki hvar maður hefur, heldur en að greiða alræmdum spillingaröflum götu að kjötkötlunum. Svo er auðvitað til sú leið sem ég mæli með, svona fyrir mitt leyti, sem er að kjósa Vinstri-græn. Við þurfum að hafa ærlegt fólk í borgarstjórn.

4 comments:

  1. Hvað veit maður um þá? Var það heiðarlegt af Árna að koma peningum úr landi frá Spron? Var það heiðarlegt hjá Sóleyju að fara inn á grátt svæði í prófkjörinu? Er það heiðarlegt hvernig VG breyttist þegar hann fór í ríkisstjórn?

    ReplyDelete
  2. Ég er ekki að segja að það sé allt eins og ég hefði óskað mér, heldur að því fleiri fulltrúa sem VG fær í borgarstjórn, þess fleira ærlegt fólk verður þar. Kannski ekki allir fullkomnir, en í það minnsta ekki gegnrotnir af spillingu.

    ReplyDelete
  3. Fyrir daga þessarar ríkisstjórnar hefði ég verið sammála þér Vésteini varðandi spillinguna. En ekki lengur. Ef það er eitt sem að VG hefur sannað þá er það að það skiptir ekki máli hvaða flokkur það er sem er við völd, hann spillist hratt.

    ReplyDelete
  4. Munurinn er sá að í Reykjavík höfum við svolitla reynslu af VG við stjórnvöl og hún er frekar góð. Reynslan af íhaldinu er bæði meiri og verri. Það er engum blöðum um það að fletta að meirihluti í Reykjavík, þar sem VG hafa sterka aðkomu en íhaldið enga, er mjög æskilegur.

    ReplyDelete