Thursday, May 27, 2010

Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins

Ekki er það margt sem ég er ánægður með í fari Sjálfstæðisflokksins, en misheppnaðar auglýsingar eru vissulega skemmtilegar þegar þær koma frá þeim. Sjónvarpsauglýsingar þeirra eru til dæmis asnalegri en ég bjóst við. Hvers vegna horfir Hanna Birna t.d. ekki framan í kjósendur? Er það vegna þess að hún er að ljúga? Og kræst, Ármann í Kópavogi er vonlaus. Loforðin hans eru ennþá fíflalegri en þegar Gísli Marteinn var að láta sig dreyma um skautasvell á Ingólfstorgi, í ljósi þess hvað hefur gerst í millitíðinni.
Það er líka fyndið að íhaldið skuli allt að því forðast að nefna nafn flokksins síns í sínum eigin áróðri, jafnvel í 80 blaðsíðna blaði um daginn. Það blað, btw., fór ég með á pósthús og endursendi til Sjálfstæðisflokksins ásamt bréfi og vænum múrsteini. Ég lét viðtakanda greiða burðargjaldið.

6 comments:

 1. Það er merkilegt ef það hefur verið hægt, þar sem blaðið var borið til þín af sjálfboðaliðum Sjálfstæðisflokksins en ekki póstinum.

  ReplyDelete
 2. Það er einfalt að láta senda á kostnað viðtakanda, maður fyllir bara út blað sem fylgir sendingunni og afhendir það á pósthúsinu.

  ReplyDelete
 3. Væntanlega þarf viðkomandi að samþykkja móttöku til þess að greiða fyrir gjaldið og ef ekki þá er draslið endursent. Varla ætlar pósturinn að sitja uppi með eitthvað drasl sem enginn vill greiða fyrir.

  ReplyDelete
 4. Jájá, viðtakanda er í sjálfs vald sett hvort hann tekur við sendingunni. En ég hef ekki fengið hana endursenda til mín ennþá, svo ég geri ráð fyrir að múrsteinninn sé kominn í notkun sem bréfapressa í Valhöll.

  ReplyDelete
 5. Þetta er of fyndið hjá þér.

  ReplyDelete
 6. Ég hef sjálfur verið að pæla í þessu með Hönnu Birnu að horfa ekki á kjósendur. Það er eins og hún líti framhjá okkur. Ekki eins og það skipti máli fyrir mig.

  ReplyDelete