Monday, May 3, 2010

Af afsprengjum mínum

Ekkert bólar ennþá á næsta erfingja, sem þó var settur á að fæðast í fyrradag.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég sat um daginn á spjalli með félaga mínum í borðstofunni heima. Það var nálægt kvöldmatarleyti. Allt í einu drukknaði samtal okkar í ærandi trommuleik -- upphafinu á Dyer's Eve, síðasta laginu á ...and Justice for All með Metallicu. Það var fröken Eldey Gígja Vésteinsdóttir, fimmtán mánaða gömul, sem hafði kveikt á græjunum, valið lagið, hækkað og ýtt á 'play'. Ég er mjög stoltur af henni.

1 comment:

  1. Vá hvað það er ótrúlega kúl! Til hamingju með hana og nýja líka!!!

    ReplyDelete