Monday, March 29, 2010

Þetta helst...

Þessi kattakomment Jóhönnu Sigurðardóttur eru ekki beint til þess fallin að styrkja ríkisstjórnina í sessi. Ætli hún hafi búist við því sjálf, að það yrðu engin viðbrögð?
Ég er ekki ánægður með frammistöðu ríkisstjórnarinnar í flestum stærri málum. Ekki er ég heldur ánægður með spuna hægrimanna allra flokka um "órólegu deildina". Tilgangurinn með slíku tali er að auka spennuna innan VG. Nú síðast í dag er það leiðari Fréttablaðsins. Hrifning mín á því blaði var nú aldrei mikil, en fer ekki vaxandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eggin.is birtir ræðu Þorvaldar Þorvaldssonar frá Austurvelli í fyrradag.
Lesið líka Söguendurskoðun og fullveldi eftir Þórarin Hjartarson og Byltingarástand í Grikklandi eftir Jón Karl Stefánsson.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Evrópuráðið varar Alþjóða heilbrigðismálastofnunina við því að kannski verði faraldursviðvaranir hunsaðar næst vegna þess að svínaflensan hafi verið hæpuð, 65.000 dauðsföllum spáð á Bretlandi en raunin varð 360 dauðsföll. Ég velti því nú fyrir mér hvort það sé ekki til marks um að viðbrögðin hafi einmitt verið rétt. Stærstu ógnirnar verða óneitanlega smáar ef það er brugðist rétt við þeim, er það ekki?

No comments:

Post a Comment