Friday, April 9, 2010

Veiddi rottu

Hanna Birna borgarstjóri stærir sig af vel heppnuðu hreinsunarátaki í borginni. Ég hélt að hreinsunarátakið hefði ekki náð til míns hverfis, miðbæjarins, sem er fullur af draugahúsum -- þar til á mánudaginn. Þá sá ég köttinn okkar stökkvandi við eitt draugahúsið og var með dauða rottu í gininu. Dinglandi halinn, niður úr hægra munnvikinu á honum, var fögur sjón. Ég þykist vita að þetta hafi verið hluti af hreinsunarátakinu mikla.

No comments:

Post a Comment