Saturday, March 20, 2010

Strauss-Kahn og kreppan

Dominique Strauss-Kahn, guðfaðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vill ekki að bankakreppa í líkingu við þá íslensku endurtaki sig. Það var og. Ég efast í sjálfu sér ekki um að hann vilji það ekki, en hversu mikið vill hann það ekki? Nógu mikið til að lítast vel á einu leiðina til þess? Eina leiðin til að afstýra kreppum er að afleggja kapítalisma. Það er eina leiðin. Það er ófrávíkjanlegt lögmál að kreppur eru fylgifiskur kapítalisma. Eina leiðin út úr kreppunni er leiðin út úr kapítalismanum. Gaman þætti mér að sjá Strauss-Kahn komast svo langt í röksemdafærslunni.

No comments:

Post a Comment