Það var kosið um IceSave-samning á laugardaginn var. Formlega var verið að kjósa um hvort tiltekin lög ættu að halda gildi sínu eða ekki. Talsmenn IceSave-skulda kepptust um að benda á að verið væri að kjósa um spurningu sem skipti ekki lengur máli sem slík. Það er út af fyrir sig rétt, og út af fyrir sig neitaði því enginn, held ég. En það þýðir að meira en helmingur landsmanna hefur í raun mætt á kjörstað í til að kjósa um eitthvað annað en þessa spurningu, er það ekki? En hvað annað var fólk þá að kjósa um? Ýmislegt, býst ég við, og það getur hver sem er giskað jafn vel og ég.
Ég mætti og kaus "nei" vegna þess að í fyrsta lagi samþykki ég ekki þennan tiltekna samning -- og vegna þess í öðru lagi að ég samþykki heldur engan annan samning sem felur það í sér að íslenskur almenningur taki á sig skuldir fjármálaauðvaldsins. Ég mun ekki una þeirri niðurstöðu að innviðir íslensks samfélags verði skornir niður til að borga fyrir svikamyllur útrásarhrappanna. Ég hygg að ég sé ekki einn um að hafa haft þetta í huga þegar ég krossaði skýrt og ákveðið við "nei".
Nánari skýringar: Hugleiðingar um IceSave og stéttabaráttuna.
Monday, March 8, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment