Saturday, March 13, 2010

Ég skal verða fjármálaráðherra

Í sjónvarpinu um síðustu helgi sagði Steingrímur J. Sigfússon, ef ég heyrði rétt, að ef einhver vildi taka að sér að vera fjármálaráðherra í hans stað, þá skyldi sá hinn sami bara melda sig.

Ég lýsi mig hér með reiðubúinn.

Fyrstu verk mín þegar ég er tekinn við fjármálaráðuneytinu verða þessi: Að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi, að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól húsnæðislána, að þjóðnýta fjármálastofnanir: banka, tryggingafélög og lífeyrissjóði; að hækka örorkubætur, lækka virðisaukaskatt á nauðsynjavörum, framselja fyrrum eigendur og stjórnendur Landsbankans til Hollands eða Bretlands, setja lög um hámarkslaun og hækka taxta verkalýðsfélaganna einhliða.

Síðan mundi ég fá mér hádegismat.

1 comment: