Monday, September 29, 2008

Lofkvæði um Ara sterka

Ari frændi var um daginn að hjálpa mér í garðinum og tók svo hraustlega á því að mér varð hugsað til sameiginlegs forföður okkar, Jóhanns Bessasonar bónda á Skarði í Dalsmynni, sem var annálað hraustmenni.

Það var kraftaverka von
víst í mínum garði --
Ari er dóttursonarson-
arsonur trölls á Skarði.

No comments:

Post a Comment