Saturday, September 27, 2008

Kveðskapur

Hringhenda um veðrið:

Himnavatnavosbúð er,
vætir gatnabekki.
Víst ei batnar veðrið hér,
vonzkan sjatnar ekki.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Þar sem listaskáldið Þorsteinn Erlingsson hefði orðið 150 ára í dag, hefði hann lifað, langar mig til að pósta hér vísu sem annað listaskáld, Andrés Björnsson, orti til hans eftir að Þorsteinn hafði farið rangt með seinnipart í vísu eftir Andrés:

Drottnum illur, þrjóskur þræll,
Þorsteinn snilli-kjaftur
botnum spillir, sagnasæll
Sónar-fylliraftur.

Og hafiði það.

No comments:

Post a Comment