Monday, September 29, 2008

Það er aldeilis

84 milljarðar króna fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Það er um það bil kvartmilljón á hvert mannsbarn á Íslandi, ef mér skjátlast ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað almenningur fær fyrir þessa aura.
Það verður líka fróðlegt að sjá hvernig greiðslan fer fram. Ætli ríkið borgi fyrir með hlutabréfum í sjálfu sér? Og hvers vegna er Lárus Welding beðinn um að vera bankastjóri áfram? Var það ekki hann sem sigldi bankanum í strand?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hrafn H. Malmquist ritar á Eggina um ævisögu Freyju Haraldsdóttur: Ævintýri Postulínu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Svanur Sigurbjörnsson skrifar á blogg sitt: Hin frelsandi þjóð - þjóð Thomas Jeffersons. Hvar er hún?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hugo Chavez segir Venezúela munu koma sér upp kjarnorkuverum í friðsamlegum tilgangi.

No comments:

Post a Comment