Monday, February 11, 2008

Á mánudaginn var syfjaði mig svo þegar leið á kvöldið, að ég ákvað að sleppa því að fara á krá til að brjóta lög. Hins vegar fór ég á krá í Danmörku nýlega, og þar braut ég reykingalögin, eins og flestir aðrir sem voru þar inni. Skemmtilegt var það, á sinn hátt, en hins vegar var það ennþá meira fróðlegt en skemmtilegt. Það súrnaði í augum og föt mín þörfnuðust hreinsunar daginn eftir, og ég sjálfur reyndar líka. Ég er með öðrum orðum ennþá staðfastari í stuðningi mínum við reykingalögin núna, heldur en ég var síðast þegar ég tjáði mig um þau. Ég átta mig á því að mín reynsla, sem kúnna, hefur ekkert að gera með forsendur laganna, og að mér var auk þess nær að sitja sjálfur þarna inni og reykja eins og skorsteinn ... en samt: Reykingar á skemmtistöðum eru beisikallí off í mínum huga. Þær ættu ekki að vera leyfðar nema í undantekningartilvikum. Jamm.

(Leiðrétting 20. febrúar: "andstöðu minni" breytt í "stuðningi mínum" -- afsakið prentvilluna...)

No comments:

Post a Comment