Thursday, February 28, 2008

Þjóðkirkjan og Ungdómshúsið

Hér um bil eitt prósent landsmanna breytti trúfélagsskráningu sinni árið 2007. Það segir sitt, er það ekki? Íslendingar eru trúleysingjar, heiðingjar, algyðistrúarmenn, únitarar og aðhyllast alls konar ókristilega hjátrú. Ef Þjóðkirkjan væri heiðarleg ætti hún að setja skilyrði: Stundið lútherstrú eða drullið ykkur út. Hún gerir það hins vegar ekki, vegna þess að þá mundi hún verða af tekjum. Að einhver skuli nenna að vera í þessu trúfélagi. Ég hvet fólk til þess að leiðrétta trúfélagsskráningu sína hið snarasta, þá sem þess þurfa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á fimmtudaginn fyrir viku fór ég til Kaupmannahafnar og tók þar þátt í Ungdomshuset-mótmælum. Það var athyglisvert. Það hafði verið boðað umsátur um Rådhuset, en því var frestað. Í staðinn var liðinu safnað á Gammeltorv á Strikinu, þaðan sem þrjár mismunandi göngur héldu, hver sína leið, um það bil hálftíma krók og safnaðist svo saman á Vesterbrotorv. Nokkur hundruð svartklædd ungmenni, mörg með grímur fyrir andlitinu. Ég var í mínum Ungdomshuset-bol (sjá mótífið á mynd til hægri) frá KP. Að frátöldu veggjakroti fór gangan vel fram -- köll gerð að Valdinu, en ekkert umfram það. Þið sem eruð stödd í Kaupmannahöfn einhvern fimmtudaginn: því ekki að skella sér á Gammaltorv á Strikinu og taka þátt í að styðja góðan málstað?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var grein eftir mig á Vantrú á dögunum: Kirkjan og afstæðishyggjan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Helgi Guðmundsson skrifar á Eggina: Vindgangur kapítalismans.

No comments:

Post a Comment