~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Á fimmtudaginn fyrir viku fór ég til Kaupmannahafnar og tók þar þátt í Ungdomshuset-mótmælum. Það var athyglisvert. Það hafði verið boðað umsátur um Rådhuset, en því var frestað. Í staðinn var liðinu safnað á Gammeltorv á Strikinu, þaðan sem þrjár mismunandi göngur héldu, hver sína leið, um það bil hálftíma krók og safnaðist svo saman á Vesterbrotorv. Nokkur hundruð svartklædd ungmenni, mörg með grímur fyrir andlitinu. Ég var í mínum Ungdomshuset-bol (sjá mótífið á mynd til hægri) frá KP. Að frátöldu veggjakroti fór gangan vel fram -- köll gerð að Valdinu, en ekkert umfram það. Þið sem eruð stödd í Kaupmannahöfn einhvern fimmtudaginn: því ekki að skella sér á Gammaltorv á Strikinu og taka þátt í að styðja góðan málstað?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var grein eftir mig á Vantrú á dögunum: Kirkjan og afstæðishyggjan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Helgi Guðmundsson skrifar á Eggina: Vindgangur kapítalismans.
No comments:
Post a Comment