Friday, February 29, 2008

Ingibjörg Sólrún í gær...

Það er ekki það að mér finnist Kosovo-Albanir eiga eitthvað minni rétt í prinsippinu heldur en aðrar þjóðir til að eiga sitt eigið ríki. Ef það væri spurningin, þá væri þetta engin spurning. Nei, spurningin er praktísk: Hvernig dregur maður landamæri eftir þjóðerni á Balkanskaga? Það er ekki hægt. Tilraunir hingað til hafa kostað blóðbað og þjóðernishreinsanir og hafa samt ekki skilað tilætlaðri niðurstöðu. Alþjóðastjórnmál Balkanskaga löðra í hræsni og skinhelgi. Bandarískir heimsvaldahagsmunir í samstarfi við albanska mansals- og heróínmafíu, hvernig hljómar það? Vel í eyrum utanríkisráðherra. Nei, það er aðeins ein lausn, og hún heitir fjölþjóðaríki. Hafa íbúar frv. Júgóslavíu einhvern tímann haft það jafn gott á heildina litið eins og þegar Júgóslavía var og hét?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Utanríkisráðherra lét sér ekki nægja að troða einu sinni í spínatinu í gær. Í hitt skiptið má varla á milli sjá hver talar, Ingibjörg Sólrún eða Anders Fogh Rasmussen: „Utanríkisráðherra telur ekki efni til að koma á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka fangaflug í íslenskri lofthelgi. Steingrímur J. Sigfússon, vinstri grænum, spurði á Alþingi í dag hvort ekki væri tilefni að láta fara fram óháða rannsókn.“ Er þetta eitthvert grín? Hún sér ekki ástæðu til að láta rannsaka málið! Hvað heldur hún að hafi verið um borð í flugvélunum? Hefilspænir?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það dregur úr hagvexti í Danmörku. Umhugsunarvert.

No comments:

Post a Comment