Monday, March 3, 2008

Ég er sammála Chavez. Hvernig væri að viðurkenna FARC sem skæruliðahreyfingu og reyna að ná samningum við þá í staðinn fyrir að hleypa öllu í kaldakol með ofbeldi? Ríkisstjórnin krímínalíserar lögmæta andspyrnu gegn harðstjórn. Meiri harðstjórn hlýtur að þýða bara meiri andspyrnu, er það ekki? Hér eru ábendingar á greinar í Arbejderen: Colombia har en illegal regering; FARC har aldrig brugt tvang og Livet i en FARC-lejr i Colombia.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Gaza-ströndinni eru Ísraelar búnir að drepa á annað hundrað mann á undanförnum dögum. Hvers vegna bregðast önnur ríki ekki við af hörku? Hvers vegna segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki neitt? Hvað ef þetta væri á annað hundrað flokksbundinna Samfylkingarmanna í kjördæminu hennar, Reykjavík?

No comments:

Post a Comment