Saturday, January 6, 2007

Takk, Grasagudda!

Grasagudda.is fær prik hjá mér. Þar eru í fyrsta lagi oft og tíðum góðar greinar, og auk þess datt ég í lukkupottinn um daginn. Ég skráði mig á póstlistann þeirra, nafn mitt var dregið úr potti, og ég vann þessa forláta fötu undir lífrænan úrgang úr eldhúsinu, sem ég á þá auðveldara með að fara með út í garð til jarðvegsgerðar, í stað þess að henda honum bara í ruslið. Ég byrjaði að búa síðasta sumar og hef alltaf hent lífrænum úrgangi með hálfum hug. Nú er málið leyst, takk Grasagudda!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er meira, að fylgjast með bitsfætinu sem er strax byrjað milli stjórnarandstöðuflokkanna. Ég spái því hér með að næsta ríkisstjórn verði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Ég hristi hausinn yfir Samfylkingunni. Vinstri-grænir eru frekar spólandi líka að mínu mati, en þeir fá samt mitt atkvæði. Þar ráða för sjónarmið um umhverfismálm, fyrst og fremst. Það leiðinlega við íslenska pólitík er bara að það sér ekki fyrir endann á henni. Byltingu, takk, og sópa stjórnlyndi og þýlyndi út af borðinu. Við getum vel stjórnað þessu landi sjálf.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ætli Kaupþing, Toyota, Alcan og hin fyrirtækin hafi spurt starfsfólk sitt álits áður en þau sendu út nýjárskveðjur í nafni þess?

No comments:

Post a Comment