Monday, January 29, 2007

Ungir múslimar í Bretlandi eru "öfgasinnaðri en foreldrar þeirra" segir Morgunblaðið. Það þykir mér fréttnæmt, þegar ungmenni eru farin að vera róttækari en ráðsett fjölskyldufólk. Bretar þykjast vera hissa á því að "aðlögun" gangi illa. Miðað við eftirlitið, tortryggnina og áróðurinn sem veður uppi, þá er ég satt að segja ekki sérlega hissa. Hvernig er hægt að verða hluti af samfélagi þar sem maður upplifir að manni sé ekki treyst og maður fær það stöðugt á tilfinninguna að maður sé á bandi illskunnar, að áliti samborgara sinna?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
„Það rétta er að vopnum Fatah sé beitt gegn hernámsliðinu en ekki gegn Hamas,” segir talsmaður Íslamska jihad í Morgunblaðinu. Það eru orð að sönnu. Palestínumenn ættu að standa saman gegn kúgurum sínum. Sá sem sáir úlfúð í sínum eigin herbúðum vinnur sínu fólki ómælt tjón.
Ég heyri kjaftaskakórinn spyrja, Ha, styðurðu sjálfsmorðsárásir á ísraelska borgara? Mér til gamans ætla ég ekki að ómaka mig við að svara því.
Hér er frétt: Í þjóðarétti er fólki áskilinn réttur til að verja hendur sínar fyrir hernámsliði. Sá réttur á kannski ekki við þegar menn eru brúnir á litinn eða trúa á Mahómet, ég veit það ekki.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Alveg finnst mér dæmalaust hvernig farið er með Margréti Sverrisdóttur.

No comments:

Post a Comment