Friday, November 24, 2006

Mér var farið að finnast linkasafnið mitt dálítið tómlegt, svo ég bætti nokkrum linkum við.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef látið lesendur bíða eftir Norður-Kóreugreininni sem ég lofaði hér um daginn, og enn verður nokkur bið á. Gefið samt ekki upp vonina!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jóhann Björnsson skrifaði um Kaupum-ekkert-daginn í gærmorgun.

Ég var að rekast á vefrit sem ekki hefur starfað lengi, Nýkrata. Virðist nú í fljótu bragði vera enn ein uppsuðan af gamaldags kratisma, sem ég hef aldrei gefið mikið fyrir. Sé ég þó ástæðu til að vísa á tvær greinar: Fordómalaus dómsmálaráðherra og Eins og jörðin hafi gleypt Illuga.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um krata: Íhaldsmenn allra flokka geta étið það hver upp eftir öðrum að sósíalistar séu óraunsæir, sósíalismi sé gamaldags og að bylting séu draumórar -- en að ímynda sér að auðvaldshagkerfið sé nútímalegt eða að það sé hægt að "temja" það og beita því fyrir plóg almennrar velferðar -- það kalla ég óraunsæja draumóra!

No comments:

Post a Comment