Monday, August 4, 2014

Skrítið mat á skrítnum sendiherraskipunum

RÚV greinir frá skipun Geirs Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra. Nú getur vel verið að það sé röng aðferð að skipa frv. stjórnmálamenn sendiherra (látum það liggja milli hluta), en það er út af fyrir sig ágætt að Árni skipti um starfsvettvang. Skrítnara finnst mér mat Katrínar Jakobsdóttur, sem segir að það sé „kannski fyrst og fremst sérstakt í ljósi þess að Geir á auðvitað í máli við íslensk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Eru það allir meinbugirnir sem Katrín sér á því að Geir verði sendiherra Íslands!?
(Ef einhver skilur ekki hvað ég meina, þá var Geir einn höfuðpaurinn í stóra Hruns-málinu fyrir nokkrum árum.)

No comments:

Post a Comment