Tuesday, August 5, 2014

Að skeina sig á litlu lambi

Á umbúðum Lambi-klósettpappírs er mynd af litlu, ljúfu lambi. Og á umbúðum Andrex-klósettpappírs er mynd af ómótstæðilega sætum hvolpi. Sem vekur hugrenningartengsl um mýkt og þægindi -- sem fylgja því væntanlega að skeina sig á þessum mjúku dýrum.
Jæja, ósmekklegt gæti dýraverndunarsinnum þótt þetta, en ég sá nokkuð nýtt í gær. Tvennt meira að segja. Búðin Kiwi á Vesterbro Torv hér í Århus selur íkorna-klósettpappír. Hvað er yndislegra til að skeina sig á heldur en íkorni? Kannski næsta tegund: álfta-klósettpappír. Hvernig í andskotanum skeinir maður sig á álft?

No comments:

Post a Comment