Friday, January 4, 2013

Tækifærissinnum hegnt

Vinstri-grænum hegnist fyrir tækifærisstefnuna. Vinstrisinnað fólk vill kjósa stjórnmálaflokka með vinstrisinnaða stefnu. Flokkur sem þykist vera andvígur ESB-aðild, en styður samt umsókn, glatar trausti sem er ekki svo árennilegt að endurheimta. Hvað þá þegar sami flokkur er búinn að sitja og standa eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býður. Eða hefur barist á hæl og hnakka fyrir því að koma IceSave-skuldum á íslenska ríkið. Eða endurreist fjármálakerfi kapítalismans. Eða sett stefnuna á aukna erlenda fjárfestingu.

No comments:

Post a Comment