Friday, July 1, 2011

Karlmenn = nauðgarar?

Ég sé/heyri það stundum í umræðunni um kynferðisofbeldi, að karlar þurfi að hætta að nauðga. Í frétt RÚV af yfirstandandi Nei-átaki er vitnað í rannsókn sem segir að 13% kvenna verði fyrir nauðgunum eða tilraunum til nauðgana, sem er hrikaleg tala. En síðan er dæminu stundum snúið við. Í viðtali í DV í dag rifjar Halla Gunnarsdóttir upp hitafund í VG, þar sem hafði verið sagt að 10-20% karla væru nauðgarar, eins og maður heyrir stundum sagt.

En ætli það sé svo? Ætli sé óhætt að draga þá ályktun, að fyrst 13% kvenna verða fyrir kynferðisofbeldi, þá fremji þarafleiðandi 13% karla kynferðisofbeldi? Að hver nauðgari nauðgi semsagt bara einni konu? Ég hefði haldið að maður sem á annað borð nauðgar, geri það oftar en einu sinni. Og meðalfjöldi nauðgana á geranda þarf ekki að vera hár til þess að heildarfjöldinn fari niður í lítið brot af þessum 13%.

Ég kannast ekki við að nauðganir séu viðurkennd hegðun meðal karla, en ég kannast við að vinahópar hafi útskúfað nauðgurum. Yfirlýsingar um að karlar séu nauðgarar eiga heima í sama flokki og yfirlýsingar um að blökkumenn séu eiturlyfjasjúklingar. Það er varla hægt að taka því öðruvísi en sem móðgun. Allavega er það umræðunni ekki til framdráttar. Því að hvað kallar maður karlmann sem nauðgar? Karlmann? Nei, maður kallar hann nauðgara.

5 comments:

 1. Það koma pop-up gluggar hjá þér sem auglýsa bandaríska innflytjenda lottóið.

  Ég vildi bara láta þig vita af þessu, ef þetta var ekki eitthvað sem þú vissir af nú þegar.

  ReplyDelete
 2. Mjööööög sammála þér. Hlutfallið af karlmönnum sem nauðgar, réttlætir alls ekki svona alhæfingar og að talað sé alla karlmenn sem hugsanlega nauðgara.

  ReplyDelete
 3. Útreikningar þeirra sem berjast gegn kynferðisofbeldi (svo lofsamlegt sem það annars er) eru oft vafasamir.

  Það vill svo skemmtilega til að á sama tíma og þú varst að skrifa þessa grein, var ég að skrifa um meðferð fórnarlambsvæðenda á niðurstöðum rannsókna: http://www.norn.is/sapuopera/2011/07/af_kjum_feminista.html

  ReplyDelete
 4. "Því að hvað kallar maður karlmann sem nauðgar? Karlmann? Nei, maður kallar hann nauðgara." Frábær setning, ég er að hugsa um að stela henni einhvern tímann. Sóley notaði nú þetta orðalag sælla minninga http://soley.blog.is/blog/soley/image/387413/
  Ætli konur sem nota svona orðalag myndu móðgast ef við segðum "konur drepa nýfædd börn"?

  ReplyDelete
 5. Flott færsla. Var bara að rekast á hana núna. Ég er svo hjartanlega sammála niðurlaginu "hvað kallar maður karlmann sem nauðgar? Karlmann? Nei, maður kallar hann nauðgara".

  ReplyDelete