Monday, July 18, 2011

Sælir eru ríkir: Vísa

Arnaldur Bárðarson lýsir því á forsíðu Fréttablaðsins í dag (og á Vísi) hvað það sé miklu betra að vera prestur í Noregi. Þar er hann víst á tvöfalt hærri launum en hér, bílalánið sanngjarnt og síðast en ekki síst miklu minna að gera í vinnunni, færra fólk með sorgarsögur. Mér finnst þetta skondin lesning, í ljósi atvinnugóðmennis-ímyndarinnar sem prestarnir reyna að skapa sér.

Flýja prestar skulda sker,
skapa glæstan frama.
Gleðjast flestir eða er
aðeins næstum sama.

No comments:

Post a Comment