Wednesday, December 9, 2009

IceSave-atkvæðagreiðslan

Gott hjá Ögmundi og Lilju að greiða IceSave-ánauð ekki atkvæði sitt. Ég gerði mér ekki háar vonir um þessa ríkisstjórn í upphafi, en frammistaða hennar hefur jafnvel verið mér vonbrigði. Ekki bætir úr skák að stjórnarandstaðan er síst skárri, stundar klassíska eigingjarna tækifærismennsku undir skrumlegu yfirskini. Það besta í stöðunni er að þetta ástand skilur hafrana frá sauðunum, við fáum að sjá hvernig Samfylking og Vinstri-græn hegða sér þegar þau eru við völd. Vonarglætan er í Vinstri-grænum, í vinstriarminum sem hefur ekki látið flokkseigendafélagið kúga sig algerlega. Enginn er fullkominn, en það kemur betur og betur í ljós hvað sumir eru ófullkomnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með næsta prófkjöri hjá VG. Það er ýmislegt óuppgert.

No comments:

Post a Comment