Monday, January 25, 2010

Ég gef kost á mér í forvali VG 6. febrúar

Ég gef kost á mér í forvali VG í Reykjavík, sem fram fer 6. febrúar næstkomandi. Ég er sósíalisti og nokkur aðal áherslumál mín eru að verja þá verst settu fyrir afleiðingum kreppunnar -- ekki síst þá borgarbúa sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða, að höggva á samkrull borgarinnar við verktakaauðvaldið sem lætur miðbæinn grotna niður, og að strætó verði gjaldfrjáls fyrir alla.

Til að geta kosið í forvalinu þarf að vera skráður í flokkinn ekki seinna en á miðvikudaginn, 27. janúar, vera orðinn fullra 16 ára og eiga lögheimili í Reykjavík. Það er einföld aðgerð: Maður fer á Vg.is, þar er hnappur hægra megin á síðunni, þar sem stendur "Ganga til liðs við VG" og þið útfyllið það. Það tekur svona eina og hálfa mínútu. Þá eruð þið komin í flokkinn og getið tekið þátt í forvalinu 6. febrúar næstkomandi.

Með von um stuðning.

2 comments:

 1. Svo gjarna sem ég vil að þú komir þessum helstu áhugamálum á framfæri, verð ég að vekja athygli þína á að þú hefur valið kolrangt blogglén.

  Ég prófaði að leyfa uppsprettigluggann og í ljós kom "flash-auglýsing": You have won XXX million dollars.

  .com-vefsvæðin eru afleit hvað þetta varðar. Geturðu ekki fengið inni á Eyjunni?

  Góðar kveðjur - J.

  ReplyDelete
 2. Humm ... ekki hef ég orðið var við þetta, þótt ég hafi bloggað hér mánuðum saman. En takk.

  ReplyDelete