Það er vont að Alþingi skuli samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er annað hvort skammsýn, tækifærissinnuð eða trúir eigin áróðri, nema allt þrennt sé. Ísland er ekki á leið inn í Evrópusambandið. Í fyrsta lagi munum við ekki borga þessar skuldir sem ætlast er til af okkur. Getum það hvorki né viljum. Í öðru lagi mun fólk tæplega samþykkja afsal á auðlindum eða fullveldi (erum við annars fullvalda ríki í alvörunni?). Í þriðja lagi uppfyllum við ekki einu sinni skilyrðin. Þegar þessi kurl koma til grafar, verður aðildin felld á einu eða öðru stigi og Samfylkingin mun tapa því pólitíska kapítali sem hún hafði lagt undir, með öðrum orðum mjög miklu. En þar sem það gætu kannski verið einhver ár í það hefur forystan greinilega ekki miklar áhyggjur.
Mér leiðist þessi ESB-umræða. Eins og við vitum ekki nokkurn veginn hvað ESB-aðild innifelur? Samfylkingin er bjánaleg í þessu máli, en Sjálfstæðisflokkurinn er kannski ennþá hlægilegri þegar hann óskapast yfir lýðræðinu og að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla sé nauðsynleg, annars sé lýðræðinu stefnt í voða. Góður þessi.
Dapurlegast finnst mér samt kannski að sjá VG hjálpa ESB-afstyrminu í heiminn. Ég kaus ekki VG til þess að styðja inngöngu í ESB og IceSave-skuldaánauð.
Thursday, July 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment