Friday, May 29, 2009

Vonbrigði eða...

Ég veit ekki hvort ég get sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með nýju ríkisstjórnina. Það er ekki það að ég sé ánægður með hana, heldur frekar að ég bjóst ekki við neinu byltingarkenndu af henni. So far hefur hún skilyrtan/gagnrýninn stuðning minn: Ef hún drullast til þess að bæta hag heimilanna og hættir að mylja undir auðvaldið, hættir við að sækja um ESB-aðild, lækkar stýrivexti, gengur úr NATÓ og segir AGS að fokka sér, þá skal ég styðja hana. Þangað til gagnrýni ég hana. Læt það alla vega duga, til að byrja með.
~~~ ~~~ ~~~
Hér eru svo þrjár greinar sem ég skora á fólk að lesa

Þórarinn Hjartarson skrifar um Michael Hardt og Antonio Negri: „Kommúnistar“ gefa hnattvæðingunni heilbrigðisvottorð
Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar um Dalai Lama: Hans heilagleiki herra Lama
Svanur Sigurbjörnsson læknir skrifar um Detox: ... og afeitrun Jónínu Ben flytur heim
~~~ ~~~ ~~~
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr viðræðum aðila markaðarins um "stöðugleika". Ætli sá "stöðugleiki" verði á kostnað vinnandi fólks, eins og alltaf? Skyldi það nokkuð vera?

No comments:

Post a Comment