Friday, May 1, 2009

3 mánuðir

Eldey varð þriggja mánaða á föstudaginn var. Buðum nánustu ættingjum í heimsókn. Grilluðum í holu úti í garði. Þessir þrír mánuðir hafa liðið hratt.
Eldey dafnar vel. Þegar hún fór í þriggja mánaða skoðun sýndi mæling að frá níu vikna skoðun hafði hún þyngst um 600 grömm og lengst um 3 sentimetra. Með sama áframhaldi verður hún, þegar hún kemst á minn aldur, um 280 kíló að þyngd og um 14 metrar á hæð.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef ekki mikið getað unnið í garðinum undanfarið, en það kemur að því að ég geti farið að gera það. Ég er meðal annars ekki viss um að matjurtagarðurinn verði neitt sérstaklega merkilegur í ár. Eða réttara sagt, þá verður hann það varla úr þessu.

No comments:

Post a Comment