Saturday, January 3, 2009

Yfirveguð, vandlega undirbúin fjöldamorð í skjóli áróðursstríðs

Nú nálgast tala fallinna Gaza-búa fimmta hundraðið -- 430 skv. nýjustu tölum sem ég hef heyrt -- og Bandaríkjastjórn ver Ísraela fordæmingu. Þessi fjöldamorð eru í boði Bandaríkjastjórnar. Sigurður M. Grétarsson skorar á okkur hefja undirskriftasöfnun fyrir því að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið. Ég held að ég taki undir það. Það er löngu tímabært. Ætli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði brugðist öðruvísi og eðlilegar við, ef þessir 430 væru allt saman Íslendingar og flokksbundnir Samfylkingarmenn?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelski blaðamaðurinn Barak Ravid skrifar á Haaretz: Disinformation, secrecy and lies: How the Gaza offensive came about. Í grein sinni flettir hann ofan af því hvernig Ísraelar voru búnir að undirbúa fjöldamorð og stríðsglæpa undanfarinna daga á Gaza með margra mánaða fyrirvara en héldu því leyndu til þess að fyrirhuguð fórnarlömb ættu sér einskis ills von. Þetta er ekkert "viðbragð" við fljúgandi rörasprengjum, heldur vandlega undirbúið og kaldrifjað. Hver ætli hinn raunverulegi tilgangur sé? Það skyldi þó aldrei vera að dr. Mustafa Barhouti hitti naglann á höfuðið í sinni grein, Palestine's Guernica and the Myths of Israeli Victimhood? Þar setur hann árásina í samhengi við kosningarnar sem eiga að fara fram í Ísrael innan skamms, og hrekur um leið nokkrar af helstu mýtunum sem áróðursvél zíonismans dælir út úr sér. Þessar tvær greinar eru meira en þess virði að lesa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Munið mótmælin á Austurvelli klukkan 15:00!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ólafur Klemensson, hagfræðingur og stjórnarmaður í Neytendasamtökunum, og Guðmundur Klemensson bróðir hans, svæfingalæknir á gjörgæsludeild, fóru heldur mikinn á Austurvelli á gamlársdag. Hvað gengur eiginlega að svona mönnum, að vilja eskalera ástandinu svona? Geta þeir ekki beðið eftir að götubardagarnir byrji og einhver slasist alvarlega? Það er sagt að Ólafur sé með "White Pride" húðflúrað á upphandlegginn. Nú hef ég ekki séð hann nakinn og veit ekkert hvað er hæft í þessu, en einhvern veginn passar það inn í myndina af Austurvallar-dólgslátunum í honum.

No comments:

Post a Comment