Wednesday, December 31, 2008

Ísrael er þrjótaríki

Undanfarnir dagar hafa verið einhverjir þeir svæsnustu í hernámssögu Ísraels í Palestínu. Þá er mikið sagt. Hefndirnar mörghundruðfaldar, níðingsskapurinn hryllilegur. Hvað á að þurfa mikið til, til að slíta stjórnmálasambandi við ríki sem viðhefur svona stefnu? Hvað er að marka delluhugmyndir íslenskra ráðamanna um "sérstakt samband" við Ísrael, þegar það sérstaka samband virðist aðallega virka í aðra áttina? Nei, ég er hræddur um að það verði að sniðganga Ísrael og slíta stjórnmálasambandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var annars grein eftir mig á Vantrú á dögunum, Ýkt mikil kirkjusókn heitir hún.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var líka grein eftir mig á Egginni á dögunum -- Virka mótmæli eða beinar aðgerðir? heitir hún.

No comments:

Post a Comment