Wednesday, December 17, 2008

Mál dagsins

Á Egginni eru tvær góðar nýjar greinar:
"Leiðirnar tvær" eftir sjálfan mig, um valkostina sem Íslendingar eiga í stöðunni.
"Hvernig á að brjóta niður fjöldahreyfingar" eftir Jón Karl Stefánsson. Titillinn skýrir sig sjálfur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skilgreiningin á "friðsamlegum mótmælum" eru mótmæli sem er auðvelt að hundsa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eftir því sem ég les meira af Moggabloggi, þess meira þreytandi finnst mér vaðallinn á því, og tilgangslaust nöldur á lágu plani. Kemur ekki beint á óvart samt.

Vinsamlegast ekki misskilja þessi orð sem alhæfingu!

En það er svosem lítið hægt að gera í því þótt bjánar fái internetaðgang. Það eru nú einu sinni mannréttindi að vera bjáni, er það ekki? Sá sem ætlaði sér að leiðrétta allt sem er rangt á internetinu mundi varla gera margt fleira þann daginn. Auk þess er tuð ekki eins og rökræða. Það eru ekki bestu rökin sem vinna, heldur mesta þrjóskan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Menn tala um að allt muni fara á annan endann í febrúar þegar ástandið versni til muna. Það er örugglega rétt. Ég held samt að sú umræða sé ein af ástæðunum fyrir því hvað mætingin á laugardagsmótmælin hefur minnkað. Annir jólanna og skortur á sýnilegum árangri spila þar inn í, og þetta líka, held ég. Er þetta "self fulfilling prophecy"?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér bregður fyrir bæði í Fréttablaðinu og Mogganum í dag.
Þetta ástand og viðbrögðin við því eru enginn leikur og ekkert grín, heldur alvarlegt mál.

No comments:

Post a Comment