Monday, April 2, 2007

Sigurinn í Hafnarfirði

Það er best að halda því til haga hvað þessi sigur í Hafnarfirði var. „Mikilvægur áfangi í náttúruverndarbaráttunni“ segja Vinstri-græn, og það er líka hárrétt. Ekki þarf að orðlengja að þetta er mikilvægt. Áfangasigur er þetta vissulega -- sigur í einni viðureign á einni vígstöð, en ekki úrslitasigur í stóru baráttunni, og loks var þetta ekki sigur í baráttunni fyrir lýðræðinu eða gegn auðvaldinu, heldur fyrir náttúruvernd, í hinni borgaralegu baráttu fyrir náttúruvernd.
Þótt það séu skammtímahagsmunir auðvaldsins að rústa náttúrunni, þá eru það ekki langtímahagsmunir þess. Að því leyti getur vel verið gerlegt að heyja náttúruverndarbaráttu að miklu leyti borgaralegum forsendum. Já, sætur sigur var þetta, en varast skyldi að taka hann fyrir annað en hann er.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í komandi kosningum ætla ég að kjósa Vinstri-græn. Ég er vel meðvitaður um þær takmarkanir sem flokkurinn býr, og reikna með að skrifa dálítið um þær á næstu vikum. Aðrir flokkar eru hins vegar sýnu takmarkaðri eða síður til gæfu fallnir. Hvað kemur fólki eiginlega til að kjósa Samfylkinguna?
Ég hef sett upp merki VG, „Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO framsókn?“ -- Fyrir utan að Framsókn átti þátt í R-listanum í borgarstjórn, þá þætti mér sniðugt ef það væru búin til merki þar sem stæði „Af hverju ekki land með ZERO ríkisstjórn?“ eða „Af hverju ekki þjóðfélag með ZERO auðvaldi?“
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jón Karl Stefánsson skrifar á Eggina: Vill samfélagið refsa ógæfufólki? Saga Big Issue. Lesið þetta!

No comments:

Post a Comment