Monday, April 30, 2007

1. maí er á morgun

Á morgun er 1. maí. Það verður morgunkaffi í Friðarhúsi (Njálsgötu 87) frá klukkan 10:30. Klukkan 13:00 verður safnast saman í Hlemmi, og klukkan 13:30 gengið fylktu liði undir lúðrablæstri og fánaborg niður Laugaveg og á Ingólfstorg. Þegar fundinum þar lýkur, um klukkan 15:00, verður boðið upp á kaffi og slíkt á ýmsum stöðum, m.a. verður Zapatista-kaffi og 20% hátíðarafsláttur af róttækum bókmenntum í Snarrót, Laugavegi 21; BSR býður upp á kaffi og með því í Félagamiðstöðinni á Grettisgötu 89; eitthvað heyrði ég að yrði á döfinni í MÍR-salnum (sem er kominn upp á Hverfisgötu 105) og ég þykist vita að það verði opið í Pathfinder-bóksölunni líka.

Mitt plan: Morgunkaffi SHA - bera fána niður Laugaveg - fara kannski á einn eða tvo staði að fundinum loknum og enda í BSRB-húsinu á Grettisgötu.

No comments:

Post a Comment